Ég kom hingað til að vinna mótið

Mbappé fagnar því að hafa skorað þriðja mark Frakka í …
Mbappé fagnar því að hafa skorað þriðja mark Frakka í dag. Með honum á myndinni er Marcus Thuram. AFP/Franck Fife

Kylian Mbappé segir að það eina sem hann dreymi um sé að vinna heimsmeistaratitilinn. Hann lék lykilhlutverk í liði Frakka er þeir báru sigurorð af Pólverjum í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta í Katar.

„Mitt eina markmið er að vinna HM. Það er það eina sem mig dreymir um. Ég kom hingað til að vinna mótið, ekki til að vinna gullknöttinn eða gullskóinn. Ég verð auðvitað glaður ef ég vinn annað hvort en það er ekki aðalmarkmiðið.“

Mbappé hefur ekkert rætt við fjölmiðla á mótinu en hann útskýrði hvers vegna eftir leikinn við Pólland.

„Ég þurfti að einbeita mér að fótboltanum. Þegar ég vil einbeita mér að einhverju þá geri ég það svona. Ég hef verið að undirbúa mig fyrir þetta mót allt tímabilið, bæði andlega og líkamlega. Ég vildi vera klár í mótið og ég er það.“

Þá bætti Mbappé við að hann hefði boðist til þess að borga sekt fyrir að tala ekki við fjölmiðla.

mbl.is