Foden og Saka í byrjunarliði Englands

Phil Foden er í byrjunarliði Englands.
Phil Foden er í byrjunarliði Englands. AFP/Andrej Isakovic

Byrjunarliðin fyrir leik Englands og Senegal í 16-liða úrslitum heimsmeistaramóts karla í fótbolta í Katar sem hefst klukkan 19 að íslenskum tíma í kvöld eru klár. 

Gareth Soutgate, Englandsþjálfari, gerir nokkrar áhugaverðar tilfærslur á sínu liði frá fyrstu tveimur leikjunum. Phil Foden, Jordan Henderson og Kyle Walker, sem byrjuðu allir síðasta leik en ekki fyrstu tvo, halda sæti sínu í liði Englands á kostnað Raheem Sterling, Mason Mount og Kieran Trippier. 

Bukayo Saka kemur þá inn fyrir Marcus Rashford en utan þess er liðið frá leiknum gegn Wales óbreytt. 

Einn mikilvægasti leikmaður Senegals, Idrissa Gana Gueye, er í leikbanni og tekur því ekki þátt í kvöld en ásamt honum dettur Pape Gueye úr liðinu. Í þeirra stað koma Nampalys Mendy og Krepin Diatta.

Byrjunarliðin í held sinni:

England: (4-3-3)
Mark: Jordan Pickford.
Vörn: Kyle Walker, John Stones, Harry Maguire, Luke Shaw.
Miðja: Jordan Henderson, Declan Rice, Jude Bellingham.
Sókn: Bukayo Saka, Harry Kane, Phil Foden.

Senegal: (4-3-3)
Mark: Edouard Mendy.
Vörn: Youssouf Sabaly, Kalidou Koulibaly, Abdou Diallo, Ismail Jakobs.
Miðja: Pathé Ciss, Riman Ndiaye, Nampalys Mendy.
Sókn: Krepin Diatta, Boulaye Dia, Ismaila Sarr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert