Hafa ekki stigið feilspor í fjögur ár

Gary Neville.
Gary Neville. AFP/Oli Scarff

Gary Neville, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United hrósaði enska landsliðinu og Gareth Southgate í hástert eftir sigur liðsins á Senegal í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu karla í Katar í kvöld.

„Hrós á þjálfarann, aftur. Hann er að láta það líta ofboðslega auðveldlega út að komast langt á stórmótum. 

Leikmennirnir hafa ekki stigið feilspor í fjögur ár. Þvílíkur leikur sem þetta verður gegn Frökkum. Þeir eiga þennan leik skilið, á stóra sviðinu.“

Gareth Southgate fór með enska liðið í undanúrslit á HM 2018 og alla leið í úrslitaleikinn á EM 2020. Þar á undan hafði England ekki unnið leik í útsláttarkeppni stórmóts síðan árið 2006.

Leikur Englands og Frakklands fer fram 10. desember.

mbl.is