Mistök að kveikja í Messi

Ástralinn Aziz Behich togar í treyju Lionel Messi í leik …
Ástralinn Aziz Behich togar í treyju Lionel Messi í leik Argentínu og Ástralíu í gærkvöldi. AFP/Glyn Kirk

Argentínski knattspyrnumaðurinn Alexis Mac Allister, leikmaður Brighton, telur Aziz Behich, vinstri bakvörð Ástrala, hafa gert stór mistök með því að kveikja í Lionel Messi í 16-liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í Katar í gærkvöldi. 

Þegar enn var markalaust kom Behich reiðilega frammi fyrir Messi eftir að Argentínumaðurinn reyndi að vinna boltann af honum. 

Þar til að atvikið gerðist hafði Messi átt rólegan leik en það virtist kveikja í honum og tveimur mínútum síðar skoraði fyrirliðinn fyrsta markið í 2:1 sigri Argentínu. 

„Þetta dregur fram eldinn í honum,“ sagði Alexis Mac Allister, samherji Messi. „Þessi persónuleiki sem verður enn stærri en hann núþegar er, og á þessu stigi leiksins, gerir hann sig stóran. 

Við vitum að hann reynir alltaf að gera sitt besta en þegar eitthvað gerist við hann þá vex persónuleikinn og einhvern veginn spilar hann enn betur.“

mbl.is