Hættur eftir tapið í kvöld

Paulo Bento þakkar sínum leikmönnum í leikslok í kvöld en …
Paulo Bento þakkar sínum leikmönnum í leikslok í kvöld en hann kvaddi þá sem þjálfari eftir leikinn. AFP/Nelson Almeida

Paulo Bento er hættur störfum sem þjálfari suðurkóreska karlalandsliðsins í knattspyrnu, eftir að það var slegið út af Brasilíu í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar í kvöld.

Bento, sem er 53 ára gamall Portúgali, hefur þjálfað Suður-Kóreu frá árinu 2018 en hann var áður landsliðsþjálfari Portúgals á árunum 2010 til 2014.

Suður-Kórea vann einn leik, gegn Portúgal, á HM í Katar, gerði jafntefli við Úrúgvæ en tapaði fyrir Gana og Brasilíu.

mbl.is