Það er ekki til uppskrift til að stoppa hann

Kylian Mbappé.
Kylian Mbappé. AFP/Franck Fife

Czeslaw Michniewicz, landsliðsþjálfari Póllands hrósaði Kylian Mbappé fyrir frammistöðu sína eftir að Frakkar slógu Pólverja út í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Katar í dag.

„Það er ekki til uppskrift til að stoppa hann. Það veit enginn þjálfari hvernig á að stoppa Mbappé í þessu formi sem hann er í. 

Hann fór illa með okkur í dag en ég held með honum, hann er alvörustjarna. Hann verður sá sem tekur við af Messi, Ronaldo, Lewandowski og fleirum. Hann verður sá besti í mörg ár.“

Mbappé skoraði tvö mörk í 3:1-sigri Frakka í dag. Hann hefur nú skorað níu mörk í lokakeppni HM þrátt fyrir að vera einungis 23 ára gamall.

Czeslaw Michniewicz.
Czeslaw Michniewicz. AFP/Andrej Isakovic
mbl.is