Leitaði að styrk þar sem hann var hvergi að finna

Neymar er búinn að jafna sig á meiðslunum.
Neymar er búinn að jafna sig á meiðslunum. AFP/Odd Andersen

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar fór meiddur af velli gegn Serbíu í fyrsta leik Brasilíu á HM í Katar og missti af næstu tveimur leikjum vegna meiðslanna.  

Hann sneri aftur og átti góðan leik í 4:1-sigri Brasilíu gegn Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum í gær. Eftir leik viðurkenndi stórstjarnan við miðla í heimalandinu að hann hefði óttast það versta þegar hann fór af velli.

„Þetta var mjög erfið nótt eftir að ég meiddist. Ég var að hugsa um milljón hluti og ég hafði áhyggjur af því að HM væri lokið hjá mér. Ég fékk mikinn stuðning frá liðsfélögum mínum og fjölskyldu en ég leitaði að styrk þar sem hann var hvergi að finna,“ sagði Neymar.

Sóknarmaðurinn spilaði í 81 mínútu í gær og komst heill frá leiknum. Má því búast við honum í byrjunarliðinu gegn Króatíu í átta liða úrslitum á föstudaginn kemur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert