Rekinn eftir slakt gengi Þjóðverja

Oliver Bierhoff hefur verið vikið frá störfum.
Oliver Bierhoff hefur verið vikið frá störfum. AFP/Ina Fassbender

Þýska knattspyrnusambandið hefur vikið Oliver Bierhoff, fyrrverandi framherja þýska landsliðsins, frá störfum sem yfirmanni knattspyrnumála hjá sambandinu.

Ástæðan er slakt gengi þýska landsliðsins á stórmótum að undanförnu. Þýskalandi hefur mistekist að komast upp úr riðlakeppninni á tveimur heimsmeistaramótum í röð. Þá féll liðið úr leik gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM á síðasta ári.

Þýska liðið komst ekki upp úr E-riðli á HM í Katar í ár, þrátt fyrir 4:2-sigur á Kostaríka í lokaleiknum. Að lokum reyndust 1:1-jafnteflið við Spánverja og 1:2-tapið gegn Japan dýrkeypt.

Bierhoff, sem er 54 ára, lék 70 landsleiki fyrir Þýskaland á sínum tíma og skoraði í þeim 37 mörk. Þá lék hann með liðum á borð við AC Milan, Mónakó og Udinese. Hann varð Evrópumeistari með Þýskalandi árið 1996 og hafnaði í öðru sæti á HM 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert