Bætti eigið HM-met

Marcelo Brozovic er ekki mættur á HM til að hvíla …
Marcelo Brozovic er ekki mættur á HM til að hvíla sig. AFP/Andrej Isakovic

Króatíski miðjumaðurinn Marcelo Brozovic er vinnusamasti leikmaður heimsmeistaramótsins, en hann bætti eigið HM-met yfir mestu hlaup í einum leik á mótinu gegn Japan á mánudag.

Brozovic hljóp alls 16,7 kílómetra í leiknum, sem Króatía vann í vítakeppni, og tryggði sér í leiðinni sæti í átta liða úrslitum. Lék Brozovic allan leikinn með framlengingu meðtalinni.

Fyrra met Brozovic var frá því í Rússlandi fyrir fjórum árum, er hann hljóp 16,3 kílómetra í undanúrslitum gegn Englandi.

Rétt eins og gegn Japan var leikurinn við England framlengdur og fékk Brozovic því auka hálftíma til að hreyfa sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert