Líklegastir til þess að vinna HM

Brasilía vann öruggan 4:1-sigur gegn Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum HM.
Brasilía vann öruggan 4:1-sigur gegn Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum HM. AFP/Manan Vatsayana

Brasilía er það lið sem er líklegast til þess að vinna heimsmeistaramót karla í knattspyrnu sem nú stendur yfir í Katar samkvæmt tölfræðisíðunni Gracenote.

Samkvæmt tölfræðimiðlinum eru 25 prósent líkur á því að Brasilía verði heimsmeistari og Argentína fylgir fast á hæla þeirra með 20 prósent líkur.

Portúgal kemur þar á eftir með 13 prósent líkur og Frakkland og Holland þar á eftir með 11 prósent líkur.

Í 8-liða úrslitum keppninnar mætast Holland og Argentína, Króatía og Brasilía, England og Frakkland og loks Marokkó og Portúgal.

Tölfræðiveitan telur mestur líkur vera á því að Brasilía komist í úrslitaleikinn ásamt Portúgal en Brasilía þyrfti að slá út annaðhvort Holland eða Argentínu í undanúrslitunum á meðan Portúgal þyrfti að slá út annaðhvort Frakkland eða England.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert