Lykilmaður Englands veikur

Declan Rice, til vinstri, er að glíma við meiðsli.
Declan Rice, til vinstri, er að glíma við meiðsli. AFP/Anne-Christine Poujoulat

Enski knattspyrnumaðurinn Declan Rice er að glíma við veikindi og æfði ekki með enska landsliðinu í dag. Liðið er á fullu að gera sig klárt fyrir leik gegn Frakklandi í átta liða úrslitum á HM í Katar á laugardaginn kemur.  

Miðjumaðurinn hefur verið í byrjunarliði Englands í öllum fjórum leikjum liðsins á HM til þessa og leikið þrjá þeirra frá upphafi til enda.

Hann var einnig í byrjunarliðinu í öllum leikjum Englands á EM á síðasta ári og er lykilmaður í liði Gareths Southgate.

Ekki er víst hve alvarleg veikindin eru, eða hvort leikurinn gegn Frakklandi sé í hættu hjá West Ham-manninum. 

mbl.is