Ronaldo fagnaði ekki með liðsfélögunum (myndskeið)

Cristiano Ronaldo í leiknum í gær.
Cristiano Ronaldo í leiknum í gær. AFP/Fabrice Coffrini

Cristiano Ronaldo hafði lítinn áhuga á að fagna mögnuðum 6:1-sigri Portúgals gegn Sviss á HM karla í fótbolta í Katar í gærkvöldi.

Ronaldo byrjaði á bekknum í gær og kom inn á sem varamaður á 73. mínútu í stöðunni 5:1. Ronaldo kann illa við sig á varamannabekknum og gaf sér lítinn tíma til að fagna með liðsfélögum sínum eftir leik.

Portúgalska liðið lék gríðarlega vel án Ronaldos og Gonçalo Ramos, 21 árs framherji Benfica, kom inn í liðið í stað stórstjörnunnar og skoraði þrennu.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Ronaldo ganga af velli á meðan liðsfélagar hans eru á leiðinni að fagna með stuðningsmönnum.

mbl.is