Ronaldo hafnar sögusögnunum

Cristiano Ronaldo segist ekki vera á leiðinni til Sádi-Arabíu.
Cristiano Ronaldo segist ekki vera á leiðinni til Sádi-Arabíu. AFP/Fabrice Coffrini

Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann sé að ganga í raðir Al-Nassr í Sádi-Arabíu.

Orðrómar þess efnis hafa verið háværir að undanförnu og sagði Sky Sports m.a. að Al-Nassr væri reiðubúið að greiða Ronaldo 200 milljónir evra í árslaun.

Ronaldo ræddi við portúgalska fjölmiðla eftir 4:1-sigurinn á Sviss í 16-liða úrslitum HM í Katar í gær og var stuttorður er hann var spurður út í Al-Nassr.

„Nei, þetta er ekki satt,“ svaraði sóknarmaðurinn.   

mbl.is