Átta mögulegir meistarar

Brasilíumenn þykja sigurstranglegir.
Brasilíumenn þykja sigurstranglegir. AFP/Manan Vatsyayana

Átta þjóðir eru enn eftir á heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar. Fjórar sem hafa unnið heimsmeistaratitilinn, samtals tíu sinnum, tvær í viðbót sem hafa tapað úrslitaleikjum, ein í viðbót sem hefur náð í bronsverðlaun og ein sem er á meðal átta bestu liða heims í fyrsta skipti í sögunni.

Hver þeirra hampar styttunni eftirsóttu sunnudaginn 18. desember? Miði er möguleiki. Ef horft er til sögunnar er Brasilía með sigurstranglegasta liðið en Marokkó ætti að eiga minnstu möguleikana.

En á móti eins og þessu, sérstaklega þegar leikið er til þrautar í hverjum leik og vítaspyrnur ráða úrslitum ef niðurstaða liggur ekki fyrir að 120 mínútum loknum, getur allt gerst. Færa má sannfærandi rök fyrir því að hvert og eitt þessara átta liða gæti staðið uppi sem heimsmeistari árið 2022.

Ekkert lið hefur unnið alla fjóra leiki sína til þessa. England og Holland eru með 10 stig og taplaus eins og Marokkó og Króatía. Hins vegar hafa Brasilía, Frakkland, Argentína og Portúgal öll tapað einum leik hvert. Króatía hefur aðeins unnið einn leik.

Umfjöllunina má nálgast á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert