Grátbiður Ronaldo að hætta með landsliðinu

Fjölskyldu Ronaldos finnst illa farið með kappann.
Fjölskyldu Ronaldos finnst illa farið með kappann. AFP/Fabrice Coffrini

Fjölskylda portúgölsku knattspyrnustjörnunnar Cristiano Ronaldo er ósátt við að leikmaðurinn hafi byrjað á varamannabekknum er Portúgal vann 6:1-sigur á Sviss í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar.

Þrátt fyrir að ákvörðunin hafi reynst portúgalska liðinu vel, er Katia Aveiro, systir Ronaldos, allt annað en sátt. Hún vill að Ronaldo hætti með landsliðinu vegna ákvörðunarinnar.

„Hann á að yfirgefa landsliðið svo ég geti knúsað hann og sannfært um að það verði allt í lagi. Ég vil ekki að hann sé með landsliðinu lengur. Við höfum þjáðst nóg og litlu mennirnir munu aldrei vita hversu stór þú ert. Komdu heim, þar sem fólkið skilur þig og sýnir þakklæti,“ skrifaði hún á Instagram.

mbl.is