Spánverjar snöggir að ráða nýjan þjálfara

Luis de la Fuente tekur við spænska landsliðinu.
Luis de la Fuente tekur við spænska landsliðinu. AFP/Tiziana Fabi

Spænska knattspyrnusambandið var ekki lengi að ráða eftirmann Luis Enrique, en fyrr í dag var tilkynnt að Enrique hafi hætt sem þjálfari spænska karlalandsliðsins eftir vonbrigðarmót á HM í Katar.

Sambandið hefur ráðið Luis de la Fuente í staðinn fyrir Enrique, en de la Fuente hefur þjálfað yngri landslið Spánverja undanfarin ár.

Hann tók við U21 árs landsliði Spánverja árið 2018 en þjálfaði þar á undan U19 ára landsliðið og þekkir því vel til landsliðsmála hjá Spáni.

Þjálfarinn, sem er 61 árs, lék á sínum tíma með Athletic Bilbao, Sevilla og Alaves í heimalandinu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert