Fögnuðu fyrir framan Hollendingana

Argentínumenn rjúka af stað til að fagna sigrinum en Hollendingar …
Argentínumenn rjúka af stað til að fagna sigrinum en Hollendingar sitja vonsviknir eftir. AFP/Franck Fife

Nokkrir leikmenn argentínska landsliðsins í knattspyrnu stráðu salti í sár Hollendinga með því að fagna fyrir framan þá þegar úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni liðanna á heimsmeistaramótinu í Katar í kvöld.

Eins og sést vel á myndinni að ofan sneru nokkrir Argentínumannanna sér beint að hnípnum  Hollendingunum  og fögnuðu. Grunnt var á því góða á milli liðanna í leiknum, sérstaklega undir lok venjulegs leiktíma þegar Leandro Paredes sparkaði boltanum beint inn í hóp varamanna Hollendinga, sem þustu inn á völlinn í kjölfarið.

Þá fóru ein 18 gul spjöld á loft í leiknum.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af gleði og sorg liðanna í kvöld.

AFP/Franck Fife
AFP/Alberto Pizzoli
AFP/Manan Vatsyayana
AFP/Alberto Pizzoli
AFP/Franck Fife
AFP/Juan Mabromata
AFP/Alberto Pizzoli
mbl.is