Króatía í undanúrslit á kostnað Brasilíu

Króatar fagna sætinu í undaúrslitum.
Króatar fagna sætinu í undaúrslitum. AFP/Jewel Samad

Króatía tryggði sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts karla í fótbolta, annað mótið í röð, með 5:3-sigri á Brasilíu, þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Króatía mætir Argentínu eða Hollandi í undanúrslitum. 

Staðan er 1:1. Neymar kom Brasilíu yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks framlengingarinnar. Bruno Petkovic jafnaði á 117. mínútu.

Brasilía vann Suður-Kóreu 4:1 í 16-liða úrslitunum en Króatía vann Japan í vítaspyrnukeppni eftir jafntefli, 1:1. Sigurliðið mætir Hollandi eða Argentínu í undanúrslitum þriðjudagskvöldið 13. desember.

Bruno Petkovic fagnar jöfnunarmarkinu.
Bruno Petkovic fagnar jöfnunarmarkinu. AFP/Jewel Samad

Brasilíumenn byrjuðu betur og Vinícius Júnior átti fyrstu tilraun leiksins en hann skaut beint á Dominik Livakovic snemma leiks, í fínu skotfæri. 

Fyrsta færi Króatíu kom eftir 13 mínútna leik þegar Ivan Perisic kom sér í gott færi í teignum en hitti boltann illa og setti hann langt framhjá. 

Neymar gerði sig líklegan eftir 20 mínútna leik, en hann skaut nokkuð beint á Livakovic í markinu. Staðan var því enn markalaus og beðið eftir fyrsta mjög góða færinu. Neymar átti einnig næstu tilraun, 20 mínútum síðar, en skaut í varnarmann úr aukaspyrnu og þaðan fór boltinn í fangið á Livakovic. 

Neymar kemur Brasilíu yfir.
Neymar kemur Brasilíu yfir. AFP/Jewel Samad

Færin urðu ekki fleiri í fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi því 0:0. 

Seinni hálfleikurinn byrjaði með látum, því Brasilía komst nálægt því að skora strax í upphafi seinni hálfleiks þegar Josko Gvardiol setti boltann í áttina að eigin marki en Livakovic bjargaði samherja sínum með flottri vörslu. Markvörðurinn varði aftur vel örstuttu seinna, þá frá Vinícius Júnior, en flaggið fór á loft og markið hefði ekki talið. 

Brasilíska sóknin hélt áfram og Neymar fékk færi á 55. mínútu er hann slapp einn í gegn eftir sendingu og góðan snúning frá Richarlison, en enn varði Livakovic. Hann þurfti síðan enn og aftur að taka á honum stóra sínum á 66. mínútu þegar Lucas Paquetá fékk boltann óvænt í teignum og var einn gegn markverðinum, sem varði mjög vel.

Neymar með boltann í dag.
Neymar með boltann í dag. AFP/Jack Guez

Brasilíska sóknin var að þyngjast, en Króatarnir gerðu allt hvað þeir gátu til að halda marki sínu hreinu. 

Neymar var næstur að reyna að Livakovic á 77. mínútu er hann slapp einn í gegn en Livakovic var snöggur út úr markinu og lokaði virkilega vel. Það var því margt sem benti til þess að yrði framlengt, þar sem Króatía sótti lítið og Brasilíu gekk illa að finna leið framhjá Livakovic. 

Brasilíumaðurinn Raphinha sækir á Króatann Borna Sosa í dag.
Brasilíumaðurinn Raphinha sækir á Króatann Borna Sosa í dag. AFP/Jack Guez

Króatíski markvörðurinn varði sitt sjöunda skot í markinu á 80. mínútu þegar Paquetá átti fast skot við vítateigslínuna. Livakovic var snöggur niður og gerði enn og aftur vel í að verja. Það reyndist það síðasta sem Livakovic þurfti að gera í venjulegum leiktíma og var staðan eftir hann markalaus og því varð að framlengja. 

Framlengingin fór rólega af stað en Króatía fékk gott færi á 103. mínútu. Marcelo Brozovic setti þá boltann vel yfir úr góðu skotfæri, eftir góðan undirbúning hjá Bruno Petkovic.

Brasilía komst hins vegar yfir í uppbótartíma fyrri hluta framlengingarinnar. Neymar rak þá endahnútinn á magnaða brasilíska sókn og sendingu frá Lucas Paquetá. Neymar lék á Livakovic og skilaði boltanum upp í þaknetið. 

Stuðningsmenn Brasilíu láta vel í sér heyra.
Stuðningsmenn Brasilíu láta vel í sér heyra. AFP/Jewel Samad

Króatarnir neituðu hins vegar að gefast upp og varamaðurinn Bruno Petkovic jafnaði fyrir Króata á 117. mínútu er hann skaut í varnarmann innan teigs og í netið, eftir góðan sprett og sendingu frá Mislav Orsic. Stefndi því allt í vítakeppni. 

Casemiro fékk síðasta færið í framlengingunni er boltinn datt fyrir hann inn í teig en maður leiksins, Dominik Livakovic, varði enn og aftur og tryggði sínu liði vítaspyrnukeppni. Þar reyndist Króatía sterkari, skoraði úr fjórum spyrnum gegn tveimur, og fór áfram í átta liða úrslit. 

Það var öllu tjaldað til fyrir leik.
Það var öllu tjaldað til fyrir leik. AFP/Adrian Dennis

Nikola Vlasic tók fyrstu spyrnuna fyrir Króata og skoraði, 1:0.

Rodrygo tók fyrstu spyrnu Brasilíu og Livakovic varði, 1:0.

Lovro Majer tók aðra spyrnu Króata og skoraði, 2:0.

Casemiro tók aðra spyrnu Brasilíu og skoraði, 2:1.

Luka Modric tók þriðju spyrnu Króata og skoraði, 3:1.

Pedro tók þriðju spyrnu Brasilíu og skoraði, 3:2. 

Mislav Orcic tók fjórðu spyrnu Króata og skoraði, 4:2. 

Marquinhos tók fjórðu spyrnu Brasilíu og skaut í stöngina, 4:2. 

Lið Króatíu:
Mark: Dominik Livakovic.
Vörn: Josip Juranovic, Dejan Lovren, Josko Gvardiol, Borna Sosa (Ante Budimir 110.).
Miðja: Luka Modric, Marcelo Brozovic (Mislav Orsic 114.), Mateo Kovacic (Lovro Majer 106.).
Sókn: Mario Pasalic (Nikola Vlasic 72.), Andrej Kramaric (Bruno Petkovic 72.), Ivan Perisic.

Lið Brasilíu:
Mark: Alisson.
Vörn: Éder Militao (Alex Sandro 106.), Marquinhos, Thiago Silva, Danilo.
Miðja: Lucas Paquetá (Fred 106.), Neymar, Casemiro.
Sókn: Raphinha (Antony 55.), Richarlison (Pedro 84.), Vinícius Júnior (Rodrygo 64.).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert