Roland með ofnæmi og leikur vart gegn Dönum

Roland Valur Eradze og Ásgeir Örn Hallgrímsson fara yfir stöðuna …
Roland Valur Eradze og Ásgeir Örn Hallgrímsson fara yfir stöðuna á HM.

Roland Eradze, einn þriggja markvarða íslenska landsliðsins, leikur vart með því gegn Dönum í 8 liða úrslitum heimsmeistaramótsins í dag. Um helgina fékk Roland útbrot á líkamann eftir viðureignina við Slóvena. Líkur eru taldar á því að hann hafi ofnæmi fyrir einhverjum efnum í hitahlíf sem hann hefur leikið með vegna eymsla í baki, en það hefur þó ekki verið sannað ennþá.

Hreiðar Guðmundsson, markvörður, er til taks og eru mestar líkur til þess að hann verði markvörður íslenska landsliðsins gegn Dönum ásamt Birki Ívari Guðmundssyni. Hreiðar lék vel í síðari hálfleik gegn Þjóðverjum á sunnudag og átti auk þess stórleik á móti Dönum fyrir þremur vikum þegar þjóðirnar áttust við í vináttulandsleik í Kaupmannahöfn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert