Oddur Gretarsson á áhorfendapöllunum

Oddur Gretarsson.
Oddur Gretarsson. mbl.is/Kristinn

Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, mun á tæknifundi klukkan 8 að íslenskum tíma tilkynna mótstjörninni þá sextán leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd gegn Ungverjalandi í dag í Norrköping á HM í handbolta. Akureyringurinn Oddur Gretarsson verður á áhorfendapöllunum en sautján leikmenn fóru utan.

Valið er nokkuð athyglisvert að því leyti að Guðjón Valur Sigurðsson er þá eini vinstri hornamaðurinn í hópnum þrátt fyrir að hafa verið frá vegna meiðsla stærstan hluta síðasta ársi. Þess vegna má draga þá ályktun að Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari telji Guðjón vera færan í flestan sjó.  Guðmundur hefur góðar forsendur til að meta stöðuna á Guðjóni þar sem hann er jú einnig þjálfari hans hjá félagsliðinu Rhein-Neckar Löwen.

Á meðan á HM stendur mega liðin tvívegis gera breytingar á þeim sextán leikmönnum sem þau geta tilkynnt í upphafi mótsins. Þær breytingar má gera hvenær sem er í mótinu. Er það breyting frá því sem áður var en þá þurfti að gera slíkar breytingar á milli riðlakeppni og keppni í milliriðlum eða á milli keppni í milliriðlum og leikja um sæti. Sextán manna hópurinn þarf því ekki að vera endanlegur hópur Íslands í keppninni og hægt verður að grípa til þeirra leikmanna sem eftir urðu heima ef því er að skipta.

HM hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Kadetten
Hreiðar Leví Guðmundsson, Emsdetten

Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson, Füchse Berlin
Arnór Atlason, AG Köbenhavn
Aron Pálmarsson, Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf
Guðjón Valur Sigursson, Rhein-Neckar Löwen
Ingimundur Ingimundarson, AaB
Kári Kristján Kristjánsson, Wetzlar
Ólafur Stefánsson, Rhein-Neckar Löwen
Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen
Sigurbergur Sveinsson, Rheinland
Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köbenhavn
Sverre Jakobsson, Groswallstadt
Þórir Ólafsson, Lübbecke
Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf.

Leikur Íslands og Ungverjalands hefst í Norrköping klukkan 16 að íslenskum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina