Björgvin valinn bestur í íslenska liðinu

Björgvin Gústavsson.
Björgvin Gústavsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Björgvin Gústavsson var valinn besti leikmaður íslenska landsliðsins eftir ósigurinn gegn Rússum á HM í Sevilla í kvöld.

Björgvin kom inn á eftir 8 mínútna leik og varði mark íslenska liðsins það sem eftir var leiksins. Hann varði 14 skot, þar af eitt vítakast.

mbl.is

Bloggað um fréttina