Danir unnu - Íslendingar mæta Frökkum

Danirnir Mikkel Hansen og Henrik Toft sækja að Ace Jonovski ...
Danirnir Mikkel Hansen og Henrik Toft sækja að Ace Jonovski leikmanni landsliðs Makedóníu í leiknum í kvöld sem Danir unnu með þriggja marka mun. AFP

Danir unnu Makedóníumenn, 33:30, og þar með hafnar Makedónía í fjórða sæti B-riðils og leikur við Þjóðverja í undanúrslitum. Ísland hreppir þriðja sætið í riðlinum og leikur við heims- og ólympíumeistara Frakka í 16-liða úrslitum í Barcelona á sunnudaginn kl. 19.15.

Danir unnu riðilinn og mæta annaðhvort Túnis eða Brasilíu í 16-liða úrslitum.

Mikkel Hansen skoraði fimm mörk fyrir Dani og Kasper Søndergaard og Anders Eggert fjögur mörk hvor. Bræðurnir Kiril og Filip Lazarov skoruðu fimm mörk hvor fyrir Makedóníu og voru markahæstir.

mbl.is

Bloggað um fréttina