17 leikmenn á HM - Tveir markverðir?

Landsliðshópurinn fyrir leikinn á móti Barein í Laugardalshöllinni.
Landsliðshópurinn fyrir leikinn á móti Barein í Laugardalshöllinni. mbl.is/Hari

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handknattleik, tilkynnir hópinn sem spilar á HM á morgun og hann segir mögulegt að hann velji 17 manna hóp.

„Það er mjög líklegt að ég velji 17 manna hóp en ég hef ekki tekið endanlega ákvörðun,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið í gær eftir sigurinn á Hollendingum á fjögurra þjóða mótinu í Noregi en hann reiknar með því að fara með tvo markverði á HM.

Landsliðið hélt strax eftir leik út á flugvöll og kom til landsins seint í gærkvöld. Það æfir í dag og á morgun og heldur síðan til München á miðvikudaginn.

„Nú fer öll okkar einbeiting í að hugsa út í leikinn við Króatana og þær æfingar sem við tökum heima áður en við höldum út snúast um þann leik,“ sagði Guðmundur.

Fyrsti leikur Íslands á HM verður gegn Króatíu í München í Þýskalandi á föstudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert