Töldu Guðjón mögulegan markakóng HM

Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veðmálafyrirtækið William Hill taldi líkurnar á því að Guðjón Valur Sigurðsson yrði markakóngur heimsmeistaramótsins í handknattleik í Þýskalandi og Danmörku vera þó nokkrar.

Hann er í 8.-12. sæti á lista William Hill yfir þá sem líklegir eru til að skora flest mörk í keppninni, en eins og ítrekað hefur komið fram missir Guðjón af keppninni vegna meiðsla.

Annars er það Norðmaðurinn Sandor Sagosen sem er efstur á blaði hjá veðbankanum, með líkurnar 1:6,50. 

Næstir á eftir honum koma Kiril Lazarov frá Makedóníu, Mikkel Hansen frá Danmörku og Uwe Gensheimer frá Þýskalandi með líkurnar 1:7.

Niclas Ekberg frá Svíþjóð er í fimmta sæti með 1:17.

Rasmus Lauge Schmidt frá Danmörku og Zlatko Horvat frá Króatíu eru í sjötta til sjöunda sæti með 1:19.

Guðjón Valur deilir síðan áttunda sætinu með Ferran Sole frá Spáni, Kristian Bjørnsen frá Noregi og Frökkunum Kentin Mahe og Raphaël Caucheteux en þeir eru allir með líkurnar 1:21.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert