Fékk högg á kinnbeinið

Ólafur Gústafsson varð fyrir hnjaski.
Ólafur Gústafsson varð fyrir hnjaski. mbl.is/Hari

Ólafur Gústafsson fékk högg á kinnbeinið vinstra megin á æfingu landsliðsins í handknattleik leik í gær og þurfti Brynjólfur Jónsson læknir að líma sárið saman svo Ólafur gæti lokið við æfinguna.

„Ég fékk smáhögg frá Ómari Inga en þetta er ekkert alvarlegt og kemur ekki veg fyrir að ég verið með í fyrsta leiknum á HM. Binni gengur betur frá þessu á eftir,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið.

Ólafur leikur í dag sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti í sex ár. Meiðsli héldu honum um árabil frá keppni eftir HM 2013 á Spáni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert