Óvæntur sigur Angóla á Katar

Frá leiknum í dag.
Frá leiknum í dag. Ljósmynd/Qatarhandball

Angóla vann afar óvæntan 24:23-sigur á Katar á heimsmeistaramóti karla í handbolta í dag. Staðan í hálfleik var 12:8, Angóla í vil, en flestir bjuggust við nokkur öruggum sigri Katars. 

Angóla var yfir nánast allan leikinn og var staðan 19:17 þegar seinni hálfleikur var rúmlega hálfnaður. Þá kom fínn kafli hjá Katar, sem komst að lokum yfir, 23:22, þegar aðeins þrjár mínútur voru til leiksloka. 

Angólamenn skoruðu hins vegar tvö síðustu mörkin og tryggðu sér sætan sigur. Rome Hebo var markahæstur hjá Angóla með sjö mörk og Gabriel Teca skoraði fimm. Allaedine Berrached var markahæstur hjá Katar með sex mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert