Sjö á HM í fyrsta sinn

Elvar Örn Jónsson er á sínu fyrsta stórmóti.
Elvar Örn Jónsson er á sínu fyrsta stórmóti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari mun fyrir hádegi í dag tilkynna hóp 16 leikmanna sem hann teflir fram í fyrsta leik liðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Ísland mætir Króatíu klukkan 17 í dag.

Haukur Þrastarson verður utan hópsins eins og greint var frá á blaðamannafundi á þriðjudaginn. Af leikmönnunum 16 hafa sjö aldrei leikið áður á heimsmeistaramóti. Það eru þeir Elvar Örn Jónsson, Daníel Þór Ingason, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ýmir Örn Gíslason, Teitur Örn Einarsson, Ágúst Elí Björgvinsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson.

Leik­ur­inn hefst klukk­an 17 og er í beinni texta­lýs­ingu á mbl.is.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »