Annar öruggur sigur Dana

Danir unnu sannfærandi sigur á Túnis.
Danir unnu sannfærandi sigur á Túnis. AFP

Danir fara vel af stað á heimsmeistaramóti karla í handbolta á heimavelli. Danska liðið vann sannfærandi 36:22-sigur á Túnis í dag. Danir skoruðu fyrstu sjö mörkin og staðan í hálfleik var 19:10. 

Mikkel Hansen og Rasmus Lauge voru markahæstir hjá Dönum með sjö mörk og þeir Nikolaj Oris og Casper Mortensen skoruðu fimm mörk hvor. Marouan Chouref skoraði fimm mörk fyrir Túnis. Danir eru á toppi C-riðils, en liðið vann 39:16-sigur á Síle í fyrstu umferð. 

Í A-riðli unnu Frakkar öruggan 32:21-sigur á Serbum í Berlín. Staðan í hálfleik var 15:12. Frakkar skoruðu sjö af fyrstu átta mörkum síðari hálfleiks og lögðu grunninn að góðum sigri. 

Ludovic Fabregas og Nedim Remili voru markahæstir í franska liðinu með fimm mörk. Bogdan Radivojevic skoraði sex. Frakkar eru með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina og Serbar með eitt stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert