Besta markið hingað til á HM – myndskeið

Pablo Simonet í leiknum í gær.
Pablo Simonet í leiknum í gær. AFP

Heimsmeistaramót karla í handknattleik er í fullu fjöri í Þýskalandi og Danmörku þessa dagana og í gær komu Argentínumenn skemmtilega á óvart þegar þeir gerðu jafntefli við Ungverja, 25:25, í D-riðlinum í Kaupmannahöfn en Argentínumaðurinn Pablo Simonet stal senunni seint í síðari hálfleik.

Staðan var jöfn, 22:22, og tæpar átta mínútur til leiksloka þegar Simonet fyrst plataði varnarmenn Ungverja og því næst markvörð þeirra með ótrúlegu skoti aftur fyrir sig en markið má sjá hér að neðan.

mbl.is