Drullufúlt að tapa

Aron Pálmarsson var markahæstur gegn Króötum með 7 mörk.
Aron Pálmarsson var markahæstur gegn Króötum með 7 mörk. AFP

„Við lékum mjög vel í fimmtíu mínútur á móti þeim og það er því miður ekki nóg gegn Króötum eins og staðan er hjá okkur. Það er drullufúlt að hafa tapað leiknum því við vorum með stjórn á þeim lengst af leiknum.“

Þetta sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik karla, í samtali við Morgunblaðið eftir fjögurra marka tap, 31:27, fyrir Króötum í upphafsleik íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Ólympíuhöllinni í München í gærkvöld.

Íslenska liðið var með undirtökin í leiknum lengi vel og hafði m.a. tveggja marka forskot, 24:22, um miðjan síðari hálfleik.

„Leikur okkar var vel skipulagður og það var ekkert sem kom okkur á óvart í leik þeirra. Króatar eru hinsvegar alltaf góðir í að nýta hver mistök sem andstæðingurinn gerir. Það sýndu þeir vel að þessu sinni, því miður, eins og sást í lok fyrri hálfleiks og aftur á lokakafla leiksins,“ sagði fyrirliðinn sem var stoltur af liði sínu þrátt fyrir tapið.

Sjá viðtal við Aron í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert