Ís­len­skættaði Lindberg ekki með Dönum í kvöld

Hans Óttar Lindberg (nr. 18) í leiknum gegn Síle í …
Hans Óttar Lindberg (nr. 18) í leiknum gegn Síle í fyrradag. AFP

Hans Óttar Lindberg, elsti og leikjahæsti leikmaðurinn í danska landsliðshópnum í handknattleik, verður ekki með liðinu gegn Túnis í Herning á heimsmeistaramótinu í kvöld.

Lindberg, sem á íslenska foreldra, meiddist í upphafsleik Dana er þeir unnu sannfærandi 39:16-sigur á Síle í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn. Hann missti af tveimur vináttuleikjum stuttu fyrir mót vegna meiðsla en var þó klár í slaginn fyrir fyrsta leik þar sem meiðslin virðast hafa tekið sig upp að nýju.

Lind­berg er 37 ára gam­all hornamaður, á að baki 261 lands­leik og í þeim hef­ur hann skorað 729 mörk en hann lék sinn fyrsta lands­leik árið 2003. Johan P. Hansen, leikmaður Bjerringbro í Danmörku, kemur inn í leikmannahópinn í stað Lindberg en ekki liggur fyrir hversu lengi hann verður meiddur.

mbl.is