Noregur rótburstaði Sádi-Arabíu

Magnus Rød var markahæstur í sannfærandi sigri.
Magnus Rød var markahæstur í sannfærandi sigri. AFP

Norðmenn áttu ekki í neinum vandræðum með að vinna Sádi-Arabíu er liðin mættust í 2. umferð í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Herning í dag. Lokatölur urðu 40:21 en staðan í hálfleik var 20:10. 

Magnus Rød átti stórleik fyrir norska liðið og skoraði níu mörk og Espen Lie Hansen skoraði átta. Mahdi Alsalem var markahæstur hjá Sádi-Arabíu með sjö mörk. 

Norðmenn eru búnir að vinna báða leikina sína til þessa á mótinu og eru þeir á toppnum á C-riðli með fjögur stig. Sádi-Arabía er án stiga á botninum. 

mbl.is