Patrekur fékk átta marka skell

Mykola Bilyk sækir að marki Síle í dag.
Mykola Bilyk sækir að marki Síle í dag. AFP

Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska karlalandsliðinu í handbolta máttu þola 24:32-tap fyrir Síle í 2. umferð í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Herning í dag. 

Staðan eftir spennandi fyrri hálfleik var 15:14, Austurríki í vil, en Sílemenn, sem töpuðu 39:16 fyrir Dönum í fyrsta leik sínum á HM voru mun sterkari aðilinn í síðari hálfleik. Bæði lið eru með tvö stig eftir tvo leiki en tapið er mikið áfall fyrir Austurríkismenn í baráttunni um þriðja sæti riðilsins. Síle er hinsvegar með sigrinum óvænt komið í þá baráttu.

Erwin Feuchtmann var markahæstur hjá Síle með níu mörk og Sebastian Ceballos skoraði sex. Robert Weber var markahæstur hjá Austurríki með sex mörk og Mykola Bilyk skoraði fimm. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert