Sannfærandi sigur Rússlands á Kóreu

Aleksei Fokin skýtur að marki Kóreu í dag.
Aleksei Fokin skýtur að marki Kóreu í dag. AFP

Rússland vann sinn fyrsta sigur á heimsmeistaramóti karla í handbolta í dag er liðið lagði sameinað lið Kóreu, 34:27, í Berlín. Staðan í hálfleik var 20:13, Rússum í vil og var sigurinn ekki í hættu. 

Rússar komust í 10:4 og voru Kóreumenn ekki líklegir til að jafna eftir það. Daniil Shishkarev var markahæstur hjá Rússum með sjö mörk og Alexander Shukirinskiy skoraði sex. Kwangsoon Park skoraði fjögur mörk fyrir Kóreu eins og Jeongu Kang. 

Rússland er með þrjú stig eftir tvo leiki en Kórea er án stiga. 

mbl.is