Þýskaland of sterkt fyrir Brasilíu

Uwe Gensheimer átti afar góðan leik.
Uwe Gensheimer átti afar góðan leik. AFP

Þýskaland átti ekki í teljandi vandræðum með að vinna Brasilíu, 34:21, er liðin mættust í 2. umferð í riðlakeppni heimsmeistaramóts karla í handbolta í Berlín í dag. Þjóðverjar voru með yfirhöndina allan tímann og var staðan 15:8 í hálfleik. 

Þjóðverjar komust í 9:2 snemma leiks og voru Brasilíumenn ekki líklegir til að jafna leikinn eftir það. Uwe Gensheimer átti góðan leik fyrir Þýskaland og skoraði tíu mörk og þar af fimm af vítalínunni. Jose Toledo skoraði fimm fyrir Brasilíu. 

Þýskaland er með fjögur stig og á toppi A-riðils eftir sigur á Kóreu í fyrstu umferð en Brasilía er án stiga eftir tap gegn Frökkum í fyrstu umferð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert