Bónorð í beinni á HM (myndskeið)

Viktor ásamt Heiðrúnu og þriggja ára dóttur þeirra.
Viktor ásamt Heiðrúnu og þriggja ára dóttur þeirra. Ljósmynd/Aðsend

Skemmtilegt augnablik átti sér stað fyrir leik Íslands og Japans á heimsmeistaramótinu í handknattleik fyrr í dag þegar allra augu í stúkunni beindust að bónorði sem fram fór í beinni í Ólympíuhöllinni í München.

Viktor Lekve bað þá Heiðrúnar Evu, kærustu sinnar, og óhætt er að segja að það hafi komið henni á óvart miðað við viðbrögðin. Hún sagði já og féllst fjölskyldan svo í faðma í stúkunni – allt í beinni útsendingu.

Viktor birti sjálfur myndskeið af bónorðinu og það má sjá hér að neðan.

mbl.is