Brasilía og Egyptaland áfram

Brasilíumennirnir Felipe Borges og Jose Toledo fagna gegn Kóreu í …
Brasilíumennirnir Felipe Borges og Jose Toledo fagna gegn Kóreu í dag. AFP

Línur eru farnar að skýrast í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik, en lokaumferð riðlanna fer fram í dag. Tvær þjóðir tryggðu sæti sín í milliriðlum nú fyrir stundu.

Í A-riðli tryggði Brasilía sér þriðja sætið og sæti í milliriðlum með sigri á sameiginlegu liði Kóreu, 35:26, eftir að hafa verið 18:10 yfir í hálfleik. Brasilía fylgir Frökkum og Þjóðverjum áfram í milliriðla og verða þessar þjóðir andstæðingar Íslands í milliriðli ef Ísland nær jafntefli eða vinnur Makedóníu á eftir.

Í D-riðli náðu Egyptar þriðja sætinu eftir sigur á Angóla, 33:28, eftir að hafa verið með sjö marka forskot í hálfleik 19:12. Egyptar fylgja Svíum og Ungverjum áfram í milliriðil.

Egyptar eru komnir í milliriðla.
Egyptar eru komnir í milliriðla. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert