Mikil ásókn í miða á leiki Íslands

Hressir íslenskir stuðningsmenn á leiknum við Makedóníu í München í …
Hressir íslenskir stuðningsmenn á leiknum við Makedóníu í München í gær. AFP

HSÍ hafa borist margar fyrirspurnir um miða á leiki íslenska landsliðsins í handknattleik í milliriðlunum sem spilaðir verða í Köln.

Fram kemur á heimasíðu HSÍ að vinna við að útvega íslenskum stuðningsmönnum miða á leikina sé í fullum gangi og er reiknað með svörum frá mótshöldurum með morgninum.

Stuðningsmönnum er bent á að senda fyrirspurnir til hsi@hsi.is hafi þeir beiðni um miða.

Leikir Íslands í milliriðlinum:

Laugardagur:
19.30 Þýskaland - Ísland

Sunnudagur:
19.30 Frakkland - Ísland

Miðvikudagur:
14.30 Brasilía - Ísland

mbl.is