Ólafur oftast rekinn af velli á HM

Ólafur Gústafsson og Arnar Freyr Arnarsson taka hér Kiril Lazarov ...
Ólafur Gústafsson og Arnar Freyr Arnarsson taka hér Kiril Lazarov föstum tökum. AFP

Ólafur Gústafsson hefur verið sterkur í vörn íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik en hann og Arnar Freyr Arnarsson hafa náð vel saman í hjarta varnarinnar.

Enginn leikmaður hefur verið rekinn oftar af velli í tvær mínútur á HM heldur en Ólafur en átta sinnum hefur hann verið sendur í kælingu, jafnoft og Serbinn Miljan Pusica.

Arnar Freyr hefur einnig verið harður í horn að taka en hann hefur fimm sinnum verið rekinn af velli.

Þeir Ólafur og Arnar Freyr verða vonandi öflugir á morgun en þá mæta Íslendingar liði Þjóðverja í Lanxess-Arena í Köln annað kvöld.

mbl.is