Uppselt í Lanxess Arena

Íslenskir stuðningsmenn á HM.
Íslenskir stuðningsmenn á HM. AFP

Skrifstofa HSÍ hefur fengið þau skilaboð frá mótshöldurum í Þýskalandi að sambandið fái ekki fleiri miða á leiki í milliriðla nú um helgina. Eingöngu fengust miðar fyrir fjölskyldur leikmanna íslenska liðsins.

Það er uppselt í Lanxess Arena í Köln um helgina sem tekur 20.000 áhorfendur og áhuginn á leikjunum á HM gríðarlegur.

Í tilkynningu frá HSÍ segir:

„Einhverjir miðar eru ennþá lausir á miðasöluvef mótsins auk þess sem ósóttar pantanir geta komið þar inn þegar nær dregur, því viljum við biðja fólki [sic] sem vantar miða að fylgjast vel með þar. Ennþá er eitthvað eftir af miðum miðvikudaginn 23. janúar en þá mætast Ísland og Brasilía í fyrsta leik dagsins.“

Vefinn má finna hér:

https://www.eventim.de/en/artist/ihf-handball-weltmeisterschaft-der-maenner/2019-ihf-handball-wm-der-maenner-koeln-day-ticket-2108527/?affiliate=HBW

mbl.is