Ævintýri framundan

Guðmundur Þórður Guðmundsson mun ekki draga af sér við að …
Guðmundur Þórður Guðmundsson mun ekki draga af sér við að koma skilaboðum áfram til sinna manna í hávaðanum í Lanxess-Arena í Köln þegar íslenska landsliðið mætir Þjóðverjum að viðstöddum 20 þúsund áhorfendum. AFP

Íslenska landsliðsins í handknattleik karla bíður mikil áskorun í dag og á morgun á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi. Í kvöld mætir liðið þýska landsliðinu í fyrsta leik af þremur í milliriðlakeppninni í Lanxess-Arena í Köln að viðstöddum 19.750 áhorfendum.

Uppselt er á leikinn. Sólarhring síðar mæta heimsmeistarar Frakka til leiks á sama stað og eiga í höggi við íslenska landsliðið. Þriðji leikurinn í milliriðlinum verður við landslið Brasilíu á miðvikudaginn.

Íslenska landsliðið kom inn á hótel í Köln um miðjan dag í gær eftir ferðlag frá München þar sem það hafði verið með bækistöðvar í rúma viku. Hópurinn fór með flugi á milli borganna sem er ólíkt skárri ferðamáti en hafður var á HM í Þýskalandi fyrir 12 árum þegar landsliðin ferðuðust landshluta á milli með fólksflutningabifreiðum.

Sjá forspjall á  leik dagsins á HM í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »