Eru þakklátir fyrir tækifærið

Sverre Jakobsson.
Sverre Jakobsson. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Silfurdrengurinn Sverre Jakobsson þekkir vel að spila á stórmóti fyrir Íslands hönd. Hann hefur veitt því athygli hversu góð stemning er í íslenska hópnum. Sú hlið hefur nú gjarnan verið í lagi hjá Íslendingum en Sverre segir þetta vera áberandi nú.

„Mér finnst svo ánægjulegt að sjá hversu mikil stemning er í liðinu. Samheldnin er til staðar og maður sér mikla tengingu frá varamannabekknum inn á völlinn og öfugt. Liðsheildin er góð og gaman að fylgjast með líkamstjáningunni. Maður sér í endursýningum að menn á bekknum hoppa upp og sýna tilfinningar. Það er ekki leikþáttur heldur eru menn stoltir af því að vera þarna. Maður greinir að leikmenn eru þakklátir fyrir tækifærið og vilja sýna sig og sanna. Þegar menn koma inn á þá sér maður að menn eru ekki að koma inn á bara til að fljóta með,“ sagði Sverre þegar Morgunblaðið spurði hann álits í gær.

Sverre var lykilmaður í miðri vörninni þegar Ísland vann til verðlauna á ÓL 2008 og á EM 2010. Hvað segir hann um vörn íslenska liðsins og hvaða atriði eru mikilvægust til að hún gangi sem best upp?

Viðtalið í heild er í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »