Katar og Rússland leika um Forsetabikarinn

Katar og Rússland leika um Forsetabikarinn.
Katar og Rússland leika um Forsetabikarinn. AFP

Katar tryggði sér leik við Rússland um Forsetabikarinn á HM karla í handbolta með 37:27-sigri á Síle í Köln í dag. Staðan í hálfleik var 21:11, Katar í vil, og var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna leikinn. 

Liðin sem ekki komast í milliriðla á HM keppast um Forsetabikarinn. Youssef Ali var markahæstur hjá Katar með átta mörk og Erwin Feuchtmann skoraði sjö fyrir Síle. Síle mætir Makedóníu í leik um 15. sæti mótsins. 

Sádí-Arabía og Kórea leika um 21. sætið. Sádí-Arabía hafði betur gegn Angóla í dag, 34:29. Angóla og Japan eigast við í leik um 23. sætið. Tapliðið hafnar í neðsta sæti mótsins. 

Abdullah Alabbas skoraði níu mörk fyrir Sádí-Arabíu í dag og Abdullah Alabbas gerði átta fyrir Angóla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert