Sterbik mætir til leiks á HM

Arpad Sterbik hefur verið kallaður inn í spænska landsliðið í …
Arpad Sterbik hefur verið kallaður inn í spænska landsliðið í handknattleik á HM. Ljósmynd/Spænska handknattleikssambandið

Markvörðurinn Arpad Sterbik er leið til Kölnar og leikur með spænska landsliðinu í handknattleik í dag þegar það mætir heimsmeisturum Frakka í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins. Spænska handknattleikssambandið tilkynnti tvær breytingar á leikmannahópi sínum í morgun.

Strebik leysir Rodrigo Corrales sem meiddist í gær í upphitun þegar auglýsingaskilti í keppnissalnum í Lanxess-Arena féll á hann. 

Daniel Dujshebaev hefur orðið að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Í hans stað hefur Iosu Goni verið kallaður inn.

Sterpik hefur um langt árabil verið einn allra besti markvörður heims. Hann er serbneskur að uppruna en hefur langt árabil verið með spænskt ríkisfang enda lék hann þar í landi svo árum skiptir hjá Barcelona og Ciudad Real. Strerpik, sem verður fertugur á árinu, leikur nú með Veszprém í Ungverjalandi.

Strebik kom inn í spænska landsliðið í undanúrslit á EM í fyrra eftir að Gonza­les Vargas meiddist. Sterbik átti m.a. stórleik þegar Spánverjar unnu Svía í úrslitaleik mótsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert