Lazarov markahæstur á HM

Kiril Lazarov er markahæstur á HM.
Kiril Lazarov er markahæstur á HM. AFP

Kiril Lazarov, stórskyttan öfluga í liði Makedóníu, er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörkin á heimsmeistaramótinu í handbolta.

Lazarov skoraði 9 mörk í sigri Makedóníu gegn Síle í leiknum um 15. sætið í gær. Hann skoraði þar með 48 mörk á mótinu en það er hægt að slá því föstu að hann mun ekki enda sem markakóngur því ein umferð er eftir í milliriðlinum, undanúrslit og leikir um verðlaunasæti sem og leikir um sæti 5-7.

Daninn Mikkel Hansen kemur á hæla Lazarov með 47 mörk en hann skoraði 5 mörk í sigri Dana gegn Egyptum í kvöld.

Markahæstir á HM:

48 - Kiril Lazarov, Makedóníu
47 - Mikkel Hansen, Danmörku
46 - Youssef Ben Ali, Egyptalandi
46 - Erwin Feuchtmann, Síle
43 - Ferrán Solé, Spáni
40 - Uwe Gensheimer, Þýskalandi

Arnór Þór Gunnarsson er markahæsti Íslendingurinn á HM með 37 mörk en hann missti af leiknum gegn Frökkum í gær vegna meiðsla og mun einnig missa af leiknum gegn Brasilíumönnum á miðvikudaginn.

mbl.is