Vonbrigði hjá Patreki

Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, líflegur á hliðarlínunni á HM.
Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, líflegur á hliðarlínunni á HM. AFP

Patrekur Jóhannesson stýrði Austurríki til 29:27-sigurs á Barein í leiknum um 19. sæti á heimsmeistaramóti karla í handbolta í gær. Með því lauk þátttöku Austurríkis á HM og verður niðurstaðan að teljast vonbrigði.

Austurríki tapaði fyrir Argentínu á laugardag og var það fimmti tapleikur liðsins í röð á mótinu eftir sigur í fyrsta leik á móti Sádi-Arabíu. Austurríki tapaði m.a óvænt fyrir Síle og einnig gegn Túnis.

Patrekur sagði fyrir mót að hann stefndi á sæti í milliriðli. Liðið var ekki nálægt því og voru allir fjórir tapleikir liðsins í C-riðlinum með fimm mörkum eða meira.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert