Karabatic ánægður með Teit

Teitur Örn Einarsson og Nikola Karabatic, þá og nú.
Teitur Örn Einarsson og Nikola Karabatic, þá og nú. Ljósmynd/Facebook

Franski landsliðsmaðurinn Nikola Karabatic, einn besti handknattleiksmaður síðari tíma, endurbirtir skemmtilega færslu á opinberri facebooksíðu sinni sem tengist íslenska landsliðsmanninum Teiti Erni Einarssyni.

Móðir Teits, Þuríður Ingvarsdóttir, birti þá tvær myndir á facebooksíðu sinni. Önnur var tekin fyrir tíu árum þegar Teitur, þá bara ungur strákur, hitti Karabatic og fékk með honum mynd. Síðari myndin er svo af þeim saman inni á vellinum frá því þegar Ísland og Frakkland mættust á HM um helgina.

Karabatic sjálfur endurbirtir færsluna, merkir Teit í færslunni og er greinilega ánægður með hann.

„Takk fyrir að deila þessu. Vá hvað tíminn líður, þessi strákur hefur sannarlega vaxið vel úr grasi,“ skrifar Karabatic á opinberri síðu sinni þar sem hann er með tæplega 700 þúsund fylgjendur. 

Færsluna má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert