Ber mikla virðingu fyrir þjálfara Íslands

Washington Silva, landsliðsþjálfari Brasilíu.
Washington Silva, landsliðsþjálfari Brasilíu. AFP

Washington Da Silva, landsliðsþjálfari Brasilíu í handknattleik, getur svo sannarlega verið stoltur af sínu liði en með sigrinum gegn Íslendingum í lokaumferð milliriðlakeppninnar á HM í dag tryggðu Brasilíumenn sér 9. sæti á mótinu sem er besti árangur þeirra á HM frá upphafi.

„Ég ber mikla virðingu fyrir þjálfara Íslands og verðlaununum sem liðið náði undir hans stjórn í Ríó,“ sagði landsliðsþjálfari Brasilíu eftir sigurinn gegn Íslendingum í Köln í dag.

„Þótt það hafi verið meiðsli í íslenska liðinu þá er það með lið sem er erfitt að vinna. Ég er mjög ánægður með úrslitin og leikmenn mína. Vörn okkar var góð en við áttum í erfiðleikum með hraðaupphlaup þeirra. Þessi síðasti leikur í milliriðlinum skilur okkur eftir glaða og stolta. Við náðum okkar besta árangri á heimsmeistaramóti og þetta lítur vel út fyrir framtíðina,“ sagði Silva eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert