Eru eins og undnar tuskur

Aron Pálmarsson tekinn föstum tökum á HM. Hann meiddist á …
Aron Pálmarsson tekinn föstum tökum á HM. Hann meiddist á mótinu og óvíst hvað hann verður lengi frá. AFP

Mikið leikjaálag hefur verið til umræðu í kringum HM í handknattleik karla sem nú stendur yfir í Þýskalandi og Danmörku. Leikið er mjög þétt, stundum tveir leikir á jafnmörgum dögum, eins dags hlé og síðan aftur einn eða tveir leikir og svo framvegis þá 18 daga sem mótið stendur yfir. Leikmenn fá aldrei nægan tíma á milli leikja til þess að jafna sig og safna kröftum.

Miklu leikjaálagi er kennt um að flest lið mótsins hafa misst úr sínum röðum tvo eða þrjá leikmenn vegna alvarlegra meiðsla. Þess utan eru margir þeirra sem enn eru með lemstraðir eftir átök nánast dag eftir dag.

Íslenska landsliðið hóf keppni 11. janúar og fékk í fyrsta sinn tveggja daga frí á milli leikja nú á lokasprettinum, þ.e. fyrir viðureignina við Brasilíu í dag sem jafnframt er lokaleikur liðsins á mótinu, sá áttundi. Eftir leikinn við Frakka hafði íslenska landsliðið leikið fjóra leiki á fimm dögum, eini leiklausi dagurinn var ferðadagur þess frá München til Kölnar sem er drjúgur spotti.

Umræðan um óheyrilegt leikjaálag á stórmótum er sannarlega ekki ný af nálinni. Leikmenn koma eins og undnar tuskur til félaga sinna að mótunum loknum og glíma sumir meira og minna við afleiðingarnar fram undir sumar þegar keppnistímabili félagsliðanna lýkur. Þrátt fyrir miklar umræður hefur lítið breyst.

Lesa má pistil Ívars Benediktssonar frá Köln í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert