Hansen í aðgerð og lengi frá

René Toft Hansen fagnar marki með Dönum.
René Toft Hansen fagnar marki með Dönum. AFP

Meiðsli danska línumannsins René Toft Hansen eru alvarlegri en fyrst var talið, en hann varð fyrir nárameiðslum í sigri Dana gegn Norðmönnum á heimsmeistaramótinu í handknattleik á dögunum.

Hansen var fyrst skipt út úr danska hópnum vegna meiðslanna og kom bróðir hans, Henrik Toft Hansen, inn í hans stað. René Toft hélt þá til félagsliðs síns, Veszprém í Ungverjalandi, og gekkst undir nánari skoðun.

Veszprém hefur nú gefið það út að hann muni þurfa að gangast undir aðgerð vegna meiðslanna í dag. Laga á rifu í náravöðva og verður hann að öllum líkindum lengi frá, eins og það er orðað á heimasíðu Veszprém.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert